Er ég einn um það að finnast það frekar ósmekkleg auglýsing þar sem einhver kall er að keyra, horfir á konu á hjóli sem verður til þess að hann lendir í árekstri og konan bara glottir yfir því.
5 thoughts on “Brosað að árekstri”
Lokað er á athugasemdir.
Mér finnst þetta bara skondið! sýnir ykkur karlmönnum bara að þið eigið ekki að hugsa um það sem þið eruð að gera í stað þess að glápa of mikið út í loftið 😉 en svona í alvöru þá finnst mér ekkert að þessu atriði þó mér finnist auglýsingin hallærisleg. Mér finnst aftur á móti ósmekkleg nýja umferðarstofuauglýsingin þar sem hópur af krökkum sem eru að skemmta sér lendir í árekstri. Reyndar hafa flestar umferðarstofu auglýsingarnar síðustu ár verið frekar ósmekklegar að mínu mati.
Nei þú ert ekki einn um það, mér finnst auglýsingin ósmekkleg. Ég skil heldur ekki hver „boðskapurinn“ á að vera.
Sammála Óla, ósammála Sigrúnu. Þessi Better Choise auglýsing hefur farið í taugarnar á mér frá því ég sá hana fyrst, og ekki bara árekstrarparturinn. Mér finnst yfirlætissvipurinn á konunni ekkert skárri þegar hún fær sér kex og er svo greinilega miklu betri en feitu ósmekklegu vinnufélagar hennar sem eru að gúffa í sig óhollustuna. Það er ekkert í þessari auglýsingu sem fær mig til að kaupa þetta kex. Hins vegar finnst mér umferðarstofu auglýsingin góð, enda er boðskapurinn augljós í henni: Hugsaðu um það sem þú ert að gera þegar þú ert að keyra (sama hversu mikið fjör er í bílnum).
Ég sagði ekki að ég væri neitt hlynnt þessari auglýsingu, mér finnst hún innilega hallærisleg… en miðað við auglýsingar í dag þá finnst mér margt ósmekklegra en þetta.
Ég er sammála um að auglýsingin sé í heildina ósmekkleg, og eiginlega bara óskiljanleg sem hvatning til að kaupa vöruna.
Velti einmitt fyrir mér í endann hversu bágt gellan ætti að sitja ein á básnum sínum með hrökkbrauðið sitt á meðan félagarnir (feitu, ömurlegu, apparently) áttu góðar samræður yfir whole milk latte bolla.