Kosningalagaspurning

Mætti ég taka mynd af atkvæðisseðli mínum og senda á myndabloggið mitt eftir að ég hef fyllt hann út? Í lögunum virðast þrjú ákvæði geta átt við þetta:

62. gr. Þegar kjósandi hefur gengið frá kjörseðlinum samkvæmt framansögðu brýtur hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar hann tók við honum, gengur út úr klefanum og að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.

64. gr. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil.

102. gr. Eftirtalið varðar sektum: d. ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs eða hefur kosið,

Af samhenginu að dæma á þetta samt fyrst og fremst við kjörstað og þá væntanlega til að banna áróður.

Lögfræðiálit?