Ég ætti kannski ekki að ganga í HM-bol á almannafæri. Í gær var ég spurður um „mína menn“ og ég kom alveg af fjöllum. Ég er ekki alveg viss um hvers vegna ég valdi Argentínubol, hugsanlega út af litnum en síðan gæti verið að æskuminningar um Maradonna hafi haft þar áhrif. Hann var nú einu sinni aðalmaðurinn á fyrstu keppninni sem ég man eftir. Hönd Guðs.
Ég sá samt alveg fyrstu þrjú mörkin í gær. Mig grunar að Matti hafi rétt fyrir sér með að hljóðið hafi verið aðeins á undan myndinni þar sem ég náði alltaf að líta upp frá tölvunni rétt áður en skorað var.