Ég tek ekki jafn stórt upp í mig og Ármann en Zelig er vissulega hátt á lista yfir mínar uppáhaldskvikmyndir.
Reyndar var dagskráin fyrir gærkvöldið mjög vafasöm á Skjáeinum. Ég leit snöggt á Textavarpið og þar stóð að myndin byrjaði 22:40 (sem hentaði vel því Boston Legal var á undan). Mig fór að gruna að eitthvað væri skakkt þegar Wanted byrjaði 22:30 (leiðindaþáttur sýnist mér). Ég kíkti aftur á dagskránna og sá að samkvæmt henni þá væri þátturinn einungis tíu mínútna langur sem mér þótti grunsamlegt. Ég kíkti á heimasíðu Skjáseins og þar voru skráðar tvær tímasetningar á Zelig, 22:40 og 23:15. Það passaði hins vegar ekki við að CSI átti að vera á dagskrá um miðnætti.
Sjónavarpsstöðvar mættu vera duglegri að passa að dagskráin sé rétt skráð.
En myndin byrjaði 23:15 og ég horfði á hana þó ég þyrfti að vaka frameftir. Horfði reyndar líka á CSi þannig að ég svaf full lítið í nótt.