Ég var að setja þetta inn á Vantrú en það er best að láta þetta hér líka… 
Eftir rúma viku verður haldin ákaflega vegleg trúleysisráðstefna á Kaffi Reykjavík. Það er óvíst hvort aftur gefist tækifæri til að hlusta á jafn marga og góða fyrirlesara ræða um trúleysi á Íslandi. Skráning hefur gengið vel en það eru þó laus sæti. Þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að hitta trúleysingja víðs vegar að.Endilega grípið tækifærið, við lifum jú bara einu sinni:
- Richard Dawkins: The God Delusion (einn þekktasti vísindamaður heims ræðir um ranghugmyndina Guð)
 - Dan Barker: Losing Faith in Faith (predikarinn sem missti trúnna)
 - Julia Sweeney: Letting go of God (leikþáttur)
 - Margaret Downey: Celebrating Life the Secular Way (um borgaralegar athafnir)
 - Brannon Braga: Star Trek as Atheist Mythology (fyrir okkur nördana)
 - Annie Laurie Gaylor: No Gods – No Masters: Women vs. Orthodoxy (konur og trúarbrögð)
 - Hemant Mehta: The eBay Atheist: How a Small Idea became a Front Page Sensation (sett sál sína á sölu á eBay)
 - Mynga Futrell og Paul Geisert: Seizing the Elusive Positives (að beina sjónum samfélagsins að öllu því jákvæða sem trúleysingjar gera)
 Við gleymum ekki Íslendingunum (sem tala þó á ensku):
- Sigurður Hólm Gunnarsson: Staða trúleysis og trúfrelsis á Íslandi
 - Stefán Pálsson: Blekking og þekking (bók Níelsar Dungal)
 - Steindór J. Erlingsson: Áhrif trúar og vísinda í grunnskólakennslu
 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun opna ráðstefnuna.
Það er ennþá tækifæri, ekki missa af þessu. Nánari upplýsingar má finna hér.
