Jæja, ég fór á Diskó og Pönk sýninguna. Mjög skondið að vera boðinn á sýningu sem er haldin í húsi sem ég ætlaði að senda til Vopnafjarðar í síðasta mánuði. Gekk inn og hitti Halla þar sem var víst í kúrsi sem kom að gerð sýningarinnar. Síðan heilsaði ég Guðbrandi sýningarstjóra með því að tilkynna honum að ég væri kominn til að ná í húsin. Seinna spurði hann mig hvort að það væri ekki vel farið með húsin mín og ég svaraði að ég ætti nú lítið í þeim enda ekki Vopnfirðingur.
Fræbbblarnir voru á svæðinu og tóku lagið fyrir fólk sem var mishrifið af rigningunni. Áður en þeir spiluðu þá sá ég Helga Briem og ætlaði að kynna mig fyrir honum en hann varð á undan mér. Gaman að því. Hitti marga fleiri góða kunningja. Dóra úr þjóðfræðinni var þarna en virtist ekki fíla Fræbbblana alveg. Rósa af Árnastofnun kom og síðan var þarna Marvin. Bara skemmtilegt. Spjallaði aðeins við Unni og myndbloggaði hana.
Sýningin var flott en sjálfur tók ég afstöðu og fékk mér bara pönk barmmerki en ekki diskó, Marvin var meiri jafnréttissinni og tók líka diskó.