Skrapp áðan niður í bæ. Þegar ég ætlaði að leggja hjá Kolaportinu þá var búið að girða af fullt af stæðum með borða merktum Mercedes Benz. Get ekki ímyndað mér að þetta sé góð auglýsing fyrir þá. En kannski verslar fólk sem kaupir sér Benz ekki í Kolaportinu. Það eina sem ég fann mér í ruslahrúgunni voru brenndir molar. Jömmí. Fór síðan á Borgarbókasafnið, fékk mér fullt af Jesúbókum og spjallaði dáltið við Finn. Svo fór ég heim.