Töfralæknirinn, Tógó og Þráinn

Þráinn Bertelsson og töfralæknirinn hafa í sameiningu gert það að verkum að það er ekki svalt lengur að halda með Tógó.  Ég held ég fari að kalla Argentínu mína menn, ég á nú einu sinni bolinn.

6 thoughts on “Töfralæknirinn, Tógó og Þráinn”

  1. Þú verður bara að finna þér annað Afríkuland að halda með… Fílabeinsströndina til dæmis 😉 verst að þeir komast tæplega áfram úr því þeir þurftu endilega að lenda í einum sterkasta riðlinum… :/

  2. Fyrirgefðu, vinur, að stuðningur minn við Tógó skuli spilla fyrir þér einhverri gleði. Því miður er málið enn þá verra, því að ég held ekki bara með Tógó heldur öllum liðum sem spila fallega knattspyrnu, þ.á m. Argentínu. Af einhverjum mér ókunnum orsökum virðist ég vera fleinn í þínu holdi. Hafi ég óviljandi gert eitthvað á hluta þinn vildi ég gjarna fá tækifæri til að reyna að bæta fyrir það. Sömuleiðis ef ég get gert eitthvað fyrir þig til að slá á þessa vanlíðan þína þá væri mér það ánægjuefni. Óvild nagar sjálfan mann.

    Með bestu kveðjum,
    Þráinn Bertelsson

  3. Þetta er ekki rétt og það veistu vel. Ég gerði ekki lítið úr skoðunum þínum enda veit ég ekki hverjar þær eru. Hörundssár er sá maður sem þolir illa aðrar skoðanir en sínar eigin.

    Sérhver maður á heimtingu á því að skoðunum hans/hennar sé sýnd sama virðing og hún/hann sýnir skoðunum annarra.

    Með bestu kveðjum,
    Þráinn Bertelsson

Lokað er á athugasemdir.