Veislan er hafin

Ég er kátur sem skólastelpa…

Í kvöld hitti ég marga af fyrirlesurunum okkar í Perlunni.  Ég spjallaði heilmikið við Dan Barker og konuna hans Annie Laurie Gaylor.  Um Nýja testamentisfræði og Ísland við Dan en kynjamisrétti og Ísland við Annie.

Spjallaði örlítið við Dawkins, hitti hann í stiga og stóðst næstum því ekki mátið að segja “Dr. Dawkins I presume” þegar við mættumst.  Mér sýndist á honum að hann nyti sín ekki endilega í hóp, væri meira fyrir að spjalla einn á móti einum.

Ég var ekki mikið að veifa myndavélinni en tók þessa.  Dawkins er lengst til vnstri en Barker en neðst til hægri.

Julia Sweeney kom aðeins seinna en Brannon Braga fór eitthvað annað.

I’m so excited, I just can’t hide it…

Biggi og Siggi Hólm á Rás 2 í dag.