Fasísk lög

Ég var að lesa merkilega bloggfærslu hjá honum Elíasi Halldóri um íslenska þjóðsönginn.  Ég fór í kjölfarið að skoða lögin um þjóðsönginn og sá þar að brot á þeim lögum geta varðað fangelsi allt að tveimur árum!  Hvað er að?  Hverjum dettur í hug að það gæti undir nokkrum kringumstæðum verið réttlætanlegt að fangelsa manneskju, hvað þá í tvö ár, vegna vanvirðingar við þjóðsönginn?  Þetta er sannarlega fasískt.  Þessi klausa var sett inn árið 1998 sem er svoltið óhuggulegt.

Ég stóð líka í þeirri trú að þjóðsöngurinn héti Lofsöngur.

0 thoughts on “Fasísk lög”

  1. Mér finnst „4. gr. Nú rís ágreiningur um rétta notkun þjóðsöngsins og sker þá forsætisráðherra úr.“ vera ótrúlegasta klausan. Brýtur þetta ekki í berhögg við lög um meðferð opinberra mála? Er ekki framkvæmdavaldið þarna að taka sér dómsvald?

Leave a Reply to Elías Cancel reply