Endursent til Moggans…

Ég var að senda grein aftur til Morgunblaðsins sem ég sendi fyrst þann 18. júní síðastliðinn án þess að þeir hafi séð þörf á að birta hana (enda er ég væntanlega ekki jafn vinsæll þar og til dæmis Síonistarnir).  Ég þurfti að breyta henni aðeins því í greininni var vísað í ráðstefnuna eins og hún sé rétt að byrja eða nýliðin.  Ég mundi eftir þessu af því að það er kjánalegur dálkur í Blaðinu í dag sem virðist ganga út á að það sé allt í lagi að vera trúlaus ef maður bara talar sem minnst um það.  Greinin fjallar semsé um mikilvægi þess að tjá sig um trúleysi sitt.