Eygló var að segja mér að einhver útvarpsmaður á Bylgjunni, væntanlega Rúnar Róbertsson, hefði verið að segja að Freddie Mercury hefði alltaf búið einn. Þetta var inngangur hans að laginu It’s a hard life. Nú veit ég ekki hvaðan hann fékk þessar upplýsingar en þær eru augljóslega bandvitlausar. Freddie var að minnsta kosti tvisvar, hugsanlega þrisvar í sambúð. Hann bjó í nokkur ár með Mary Austin áður en hann kom útúr skápnum og síðustu árin (líklega frá 1985) þá bjó hann með Jim Hutton.