Rétt eftir klukkan þrjú í dag fann ég fyrir því að ég var að losna við hellurnar. Vika síðan ég flaug heim. Ég áttaði mig ekki á því að ég væri ennþá með hellur en þetta útskýrir aðeins hvernig ég hef verið í höfðinu undanfarið.
En klukkan fjögur hitti ég Jóhönnu og spjallaði um BA-verkefnið. Eins og alltaf þegar ég spjalla við hana þá virðist þetta allt vera minnsta málið. Rölti síðan yfir til Terry og spurði hann hvort að póstkortið hefði komið. Spjallaði snöggt við hann.
Fór síðan á bókhlöðuna og tók mér eina bók. Afgreiddi dáltið af viðskiptavinum þegar mikið var að gera hjá Sigrúnu. Spjallaði og slúðraði. Tilkynnti lokun safnsins dáltið eftir að flestir voru farnir út. Tel mig nokkuð góðan í kallkerfinu.