Það gekk ágætlega að skrá í dag, ekki samt jafnvel og fyrri daga. Áðan þá fór ég á kynningarfund fyrir MA-nema og get ekki sagt að ég hafi fengið mikið út úr því. En ég hitti Eydísi og tók mynd af henni svo að fólki viti að hún hafi verið ófrísk.
Eftir fundinn hitti ég síðan Daníel Frey og spjallaði aðeins við hann. Nú eru þau Eygló saman á kynningarfundi en þar sem allir MA-nemar í þjóðfræði hittust í gær þótti óþarfi að hafa fund fyrir þá. Ég bara bíð. Stefni að því að slappa af í kvöld.