Í dag hefði Freddie Mercury orðið sextugur ef ekki væri fyrir þá augljósu staðreynd að hann dó fyrir fimmtán árum. Allir spila Queenlög í tilefni dagsins.
Dagurinn var hins vegar góður. Fór í tíma með Hjalta í morgun sem var ágætt þó stofan sé glötuð. Fór síðan yfir leiðréttingar Bigga á BA-verkefninu. Ég hef ákveðið að sitja tíma í Tolkien áfanganum hans Terry án þess að skrá mig í hann og fyrsti tíminn var í dag, það var endalaust gaman.
Sat síðan í rúma þrjá tíma með MA-nemum og fylgifiskum að spjalla um straumar og stefnur í þjóðfræði. Meðal annars var rætt um blogg sem þjóðfræðilegt rannsóknarefni
Nú sit ég og bíð eftir að hitta Jóhönnu út af BA-verkefninu mínu. Full löng törn á Háskólasvæðinu en að sama skapi umgengst maður skemmtilegt fólk út í gegn.