ViewAskew – Clerks II

Fórum á Clerks II í gær.  Hún var bara nokkuð góð.  Það virðist reyndar hafa verið markmið hjá Kevin Smith að gera fólk jafn hneykslað á þessari og fyrri myndinni.  En eins og í fyrri myndinni þá eru hápunktarnir falnir í tilvísunum í nördamenninguna.  Ef ég myndi meta ViewAskew myndirnar þá væri röðin svona:

  1. Mallrats, bara best. Mynd sem er hægt að sjá aftur og aftur.
  2. Chasing Amy.  Dýpsta myndin.
  3. Clerks, klassísk.
  4. Clerks II, langar að sjá hana aftur þegar hún kemur á dvd.
  5. Dogma, nokkuð góð en er ekki jafn gaman að sjá aftur og aftur.
  6. Jay and Silent Bob Strike Back, eina myndin sem ég hef bara séð einu sinni. Á hana ekki á dvd.

Munurinn á Clerks og Clerks II er kannski að fyrri myndin nær að segja eitthvað en seinni myndin reynir að segja eitthvað.  En Clerks II fær plús fyrir nokkur vel valin lög, sérstaklega 1979.