Ranghugmyndin Guð

Ég er búinn að lesa rúmlega 70 blaðsíður af The God Delusion. Góð er bókin. Skyldulesning. Ekkert flóknara en það. Eins góð og bók George A. Smith, Atheism: The Case Against God, er þá er hún ekki þægileg aflestrar. Bók Dawkins er ekki merkileg fyrir það að hann sé að segja eitthvað sem öðrum hefur ekki dottið áður í hug (ég sé hann færa nákvæmlega sömu rök fyrir máli sínu og ég hef gert) heldur að hann orðar það betur. Ég er að fá þá tilfinningu eftir því sem á líður bókina að í raun þá ætti ekki að þurfa neitt meira til, málið sé afgreitt á þessum rúmlega 400 síðum. Skýrt, rökfast og kerfisbundið.

Mér þykir líka vænt um að hann tileinkar bókina Douglas Adams og kemur með uppáhaldstilvitnun mína í hann: “Er ekki nóg að garðurinn sé fallegur án þess að þurfa að trúa að þar séu álfar líka”.

Kostar tíu pund á Amazon.co.uk, kaupið núna.