Í gær borðuðum við á Kaffi Kidda Rót í Hveragerði. Ég fékk mér fína pizzu og Eygló fékk sér steik sem henni fannst mjög góð. En vandamálið er að það er engin vitræn skipting þarna í reyk og reyklaust. Það er bara óþolandi. Ég hélt að ég hefði séð út að við værum í reyklausa hlutanum því að hinum megin var reykt en nei, einhver fór líka að reykja á næsta borði.
Sammála þér, ég fór þangað fyrir mánuði síðan og fékk mér eitthvað jukk, fínn matur en við færðum okkur tvisvar vegna strompa. Gott að vita að maður þarf ekki að kvarta yfir þessu mikið lengur.