Reykfýla á Kaffi Kidda Rót

Í gær borðuðum við á Kaffi Kidda Rót í Hveragerði. Ég fékk mér fína pizzu og Eygló fékk sér steik sem henni fannst mjög góð. En vandamálið er að það er engin vitræn skipting þarna í reyk og reyklaust.  Það er bara óþolandi.  Ég hélt að ég hefði séð út að við værum í reyklausa hlutanum því að hinum megin var reykt en nei, einhver fór líka að reykja á næsta borði.