5 thoughts on “Pólitíski áttavitinn enn og aftur”

  1. Nei sko, ég hélt að ég væri frjálslyndur kommi. Sem ég er kannski, en þú ert þó bæði frjálslyndari og meiri kommi en ég.

    Annars fyrst þú færð svona hátt í frjálslyndi, ertu þá ekki að samþykkja fíkniefni, vændi og viðlíka viðbjóð?

  2. Uss Hildur, það eru einhver atriði sem halda mér 1,38 frá því að fá tíu. Ég hef rökstuddan grun um að þeir meti líka ýmis atriði öðruvísi en við myndum gera það. Heiðar úr Háskólalistanum var einhvern tímann búinn að skoða þetta.

    Ég hafnaði líka vændi fyrir tveimur vikum, sjá ferðasöguna mína frá Kaupmannahöfn 😉

  3. Já, það er reyndar rétt. Ég sagði til dæmis að ég væri sammála því að það sem færi fram í svefnherbergjum fullorðins, samþykks fólks væri þeirra einkamál -við það hef ég væntanlega fengið frjálslyndisstig þótt ég sé enn sem áður mótfallin vændi.

    Svo er líka athyglisverð fullyrðing sem maður á að taka afstöðu til: „Mér finnst í lagi að fjölmiðlar séu opinskáir um kynlíf en stundum gengur það of langt.“
    -Þessi fullyrðing sker ekki úr um hvort maður er frjálslyndur eða stjórnlyndur, enda er hún a.m.l. í mótsögn við sjálfa sig.

Lokað er á athugasemdir.