Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins

Ég sé ekki betur en sögur af því að Steingrímur og Jón Baldvin hafi beðið um að íslenski leyniþjónustumaðurinn fengi ekki að vita af þeirra braski styðji málflutning þeirra sem hafa kallað þetta leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins.  Hvað sem þeir hafa vitað um starfssemi leyniþjónustumannsins þá styður þetta allavega að þeir hafi talið hann mótfallinn sér pólitískt.  Þeir hafa augljóslega ekki talið hann dyggan embættismann sem þeir gætu treyst.