Ég virðist hafa klárað BA-nám í bókasafns- og upplýsingafræði á síðustu þremur árum. Hvernig ég hafði tíma fyrir það veit ég ekki.
Athöfnin gekk bara vel. Mundi að rétta vinstri hönd eftir skírteini og hægri hönd til Óla. Heilsaði síðan Kristínu. Var óvenjulega virðulega klæddur, óhneppt skyrta yfir nýja Týsbolinn minn.
Sat við hliðina á Unni og Magnhildi sem einnig hlutu sína BA-gráðu. Unnur reyndar búin að samferða mér í náminu frá upphafi, meiraðsegja með mér í þjóðsagnafræði. Magnhildur var síðan ein af þeim sem ég hef unnið hópverkefni með. Mjög góður félagi í því eins og aðrir sem ég hef verið svo heppinn að lenda í samstarfi með síðustu ár.
Háskólakórinn söng fyrir okkur í lok athafnarinnar. Ég þekki of marga í þeim kór.
Þegar rektor og deildarforsetar höfðu komið sér út þá stökk ég yfir sætið mitt til að vera á undan þvögunni á leiðinni út. Lentum ekki í umferðarteppu.
Elli spyr hvort heimsmyndin hafi eitthvað breyst við þetta. Er það ekki? Kemur maður ekki í háskóla vitandi allt en yfirgefur hann vitandi hvað maður veit lítið?
Veisla á morgun og stuð. Bakstur í dag og síðan veisla hjá Auði og Sverri (og Kára en hann bauð mér ekki).
Nú er það bara að sækja um að fá plagg frá Menntamálaráðuneytinu um að ég megi kalla mig bókasafns- og upplýsingafræðing.
Til hamingju með útskriftina.
Til hamingju með daginn.
Til hamingju með áfangann.
Martin biður að heilsa.
Hvað meinaru með of margt? Maður þekkir aldrei of mikið af skemmtilegu fólki 😉
Hamingjuóskir (hvað sem það annars þýðir).
Til hamingju með útskriftina
Innilegar hamingjuóskir með þennan merka áfanga
Takktakk, öll sömul.