60 tonna reðurtákn Einars

Jæja, eitt stykki 60 tonna stórhveli drepið að ástæðulausu. Bravó.

Á að veiða hval eða ekki veiða hval? Til að græða á því? Ég held að það sé stór vafi á því hvort að hægt sé að græða einhverja peninga á þessu. Til að sýna að við erum sjálfstæð og hugrökk? Merkilegt að þetta lítur ekkert út fyrir að við séum voða sjálfstæð. Í augum útlendinga lítur þetta út eins og við séum þrjóst og frek. En ég held að ráðamenn hafi alveg vitað þetta. Þeir hafa án efa treyst á að fá óhóflegar fordæmingar utan úr heimi. Þá getur Einar orðið voða merkilegur fyrir að standa upp í hárinu á þessum vondu útlendingum sem ekki skilja okkur. Ég held líka að þessu erlendu ráðherrar hafi orðið voða glaðir þegar þeir heyrðu af hvalveiðunum. Þeir geta þá slegið sig til riddara á þessu máli alveg eins og Einar.

Þetta er semsagt fyrst og fremst mál fyrir stjórnmálamenn sem vilja metast um hver þeir sé með stærsta typpið. Þeir teysta líka á að almenningur taki undir þennan bjánaskap.

Hvað um það. Sjálfur er ég frekar óviss. Mér er eiginlega sama þó að smáhveli séu drepin og étin. Verð hins vegar að segja að mér er ekki jafn sama um stóru hvalina. Veit ekki hvort það sé rökrétt.