Hoppa yfir í efni
Óli Gneisti Sóleyjarson

Óli Gneisti Sóleyjarson

Dagbók og tilgangslaust þvaður

  • Blogg
    • Um bloggið
  • Um Óla
  • RSS er einfalt

Mastodon:
@oligneisti@kommentakerfid.is

Ég heiti Óli Gneisti Sóleyjarson. Ég er faðir og eiginmaður. Ég er bókasafns- og upplýsingafræðingur, þjóðfræðingur og með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun. Ég hanna og gef út spilin: #Kommentakerfið, Látbragð, Hver myndi? og Stafavíxl Ég sé líka um hlaðvarpsþátt á ensku sem heitir Stories of Iceland og þar að auki er þetta blogg nú orðið að hlaðvarpi.

Gneistaflug

Færslusafn

Flokkar

Tækni

  • Innskráning
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org

Dawkins í kvöld

Síðastliðinn júní var haldin glæsileg ráðstefna í Reykjavík undir titlinum Jákvæðar raddir trúleysis á Íslandi. Skeptíkus var eitt af þeim félögum sem stóð að ráðstefnunni (ásamt Atheist Alliance International, SAMT og Vantrú). Nú er komið að því að þeir sem ekki komust á ráðstefnuna sjálfa geti fengið að njóta hápunkta hennar.

26. október klukkan 20:00, stofu 132 í Öskju:
Richard Dawkins – The God Delusion
Það er óhætt að segja að koma geðþekka Oxford prófessorsins Richard Dawkins hafi vakið mikla athygli í sumar. Hann kom fram í Kastljósi, á NFS og þar að auki var viðtal við hann í Morgunblaðinu. Í kjölfarið fylgdu síðan fordæmingar presta og sjálfs biskups. Einnig varð heimsóknin efni í ritdeilur á síðum Morgunblaðsins.

Í fyrirlestrinum ræðir Dawkins efni nýrrar bókar sinnar The God Delusion (sem er væntanleg í Bóksölu Stúdenta, fyrsta sending seldist upp). Í bókinni og fyrirlestrinum gagnrýnir hann trú og þá sérstaklega trúboð til barna.

Komið og sjáið hvað fólk hefur verið að æsa sig yfir.

Birt þann 26. október, 2006Höfundur Óli GneistiFlokkar Trú og trúleysi

Leiðarkerfi færslu

Til baka Síðasta grein: Árangur dagsins
Næstu Næsta grein: Týndi reikningurinn
Drifið áfram af WordPress