Boðskort á Þráinn

Ég var að kíkja á póstinn minn rétt í þessu og sá að Þráinn Bertelsson er aftur farinn að senda mér póst.  Ég var náttúrulega spenntur að sjá hvað hann vildi mér, hvort að hann ætlaði að fara í mál við mig eða hvað.  En svo var ekki.

Ágætu viðtakendur!
Laugardaginn 4. nóv. kl. 14 opnar Sævar Karl sýningu á málverkum eftir Þráin Bertelsson í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti.
Þetta er fyrsta sýningin á verkum þessa óþekkta málara og hugsanlega sú síðasta.
Gaman væri að sjá ykkur – helst við opnunina í dag – eða þá á venjulegum verslunartíma næstu tvær vikur.
Bestu kveðjur,
Þráinn Bertelsson

Hann virðist endilega vilja fá mig á þessa málverkasýningu sína.  Ég held að ég afþakki.  Plön mín í dag eru þau að fara þennan útsölumarkað Fjölva.  Grunar að þar verði í boði listaverk af hærri klassa.  Síðan ætla ég að lesa og lesa.  Held að ég hafi líka eitthvað betra að gera næstu tvær vikurnar líka.

Annars þá finnst mér voðalega bjánalegt þegar fólk tekur og sendir tölvupóst á alla sem það hefur nokkurn nokkru sinni átt í tölvupóstsamskiptum við.  Hugsanlegt er að einhverjir af þeim fjölmörgu sem Þráinn sendi boðskort hafi þótt voðalega vænt um að hann hafi hugsað til þeirra en síðan kemur í ljós að hann sendir bara boð á eins marga og hann getur í von um að einhver láti sjá sig þarna.

Um daginn lenti ég í partíi þar sem ákveðinn bloggari eyddi nokkuð mörgum mínútum í að rakka Þráinn Bertelsson niður.  Sá bloggari má endilega fara í minn stað á þessa sýningu.