Mislukkuð bíóferð

Jæja, búinn að skila af mér vikulega skammtinum úr Rannsóknunum.  Púff.  Eygló kom heim um sjöleytið og varð svoltið glöð að sjá að pizzan sem ég var að búa til var komin í ofninn.  Við ætluðum að drífa okkur í bíó eftir að hafa sleppt því að fara á föstudagskvöld sökum leti.  En þegar við vorum komin þá sáum við að sýningin sem við ætluðum á var í Lúxussal og við höfum hingað til ekki spanderað í slíkt og byrjuðum ekki á því í kvöld.  Fórum bara heim. Rósa kom síðan í heimsókn og fékk kaðal að láni hjá okkur.