Bente Gullveig Alver talaði ekki mjög þægilega dönsku en eftir á þá spjölluðum við Eggert við hana á ensku og fengum kjaftasögu staðfesta. Málþingið var annars áhugavert og Gísli Sig. átti ágætan inngangspunkt. Þórólfur Þórlindsson var samt með bestu ræðuna, innblásinn af ást á vísindum. Eftir á þá spjallaði ég líka aðeins við Mörð Árnason og þakkaði honum vel unnin störf.