Langur þriðjudagur

Jæja, síðasti langi þriðjudagurinn liðinn.  Byrjað á prófi, síðan smá hlé, síðan Tolkien og beint á eftir því í Rannsóknirnar.  Þar sem stefnan var á að hitta Rannsóknaliðið aftur í kvöld þá fór ég ekki heim heldur fékk að hanga hjá Dagbjörtu þar til við fórum á Sólon til að borða og bíða eftir hinum.  Við fengum ekki sæti í reyklausa hlutanum.  Öll borðin þar voru upptekin en fullt laust af reykborðum, fáránlegt kerfi.  Við settumst því á ysta reykborðið og störðum á reyklausa svæðið.  Um leið og fólk þar stóð á fætur hljóp ég með diskinn á borðið.  Fólkið fór að dragast inn uppúr átta og allir mættu að lokum.  Nema að Terry kom ekki enda sendi ég honum skilaboðin svo seint.  Ég var lítið á Háskólalistafundinum og leyfði mér yngra fólki að plotta.  Eygló sótti mig síðan og skutlaði Júlíönu og Dagbjörtu heim.

Annars var Terry í Tolkien að tala um skort á kynlífi í bókunum og hvort það væri í raun galli.  Hann spurði hvort við vildum fá ástarsenur með Galadriel. Ég gaf í skyn með höfuðhreyfingum að það væri nú ekkert svo slæm hugmynd… Terry sagði að ég væri væntanlega einn um það.

2 thoughts on “Langur þriðjudagur”

Lokað er á athugasemdir.