Fyrir nokkrum dögum bloggaði Már Örlygsson um það að hann hefði óvænt komist að því að konan hans og börn væru skráð í þjóðkirkjuna. Í kjölfarið ákvað Ragnar Björnsson að athuga stöðu sína og kom í ljós að hann væri í þjóðkirkjuna þrátt fyrir að engin ástæða væri fyrir því.
Það er alveg ljóst að það er pottur brotinn í skráningu fólks í trúfélag, Karólína vinkona mín var til að mynda skráð í kaþólsku kirkjuna þó hún hafi aldrei óskað eftir því. Fólk hefur verið sett í þjóðkirkjuna til dæmis í kjölfar flutninga á lögheimili þannig að það er aldrei að vita hvernig skráningunni er háttað.
Það er auðvelt að athuga hvort að trúfélagsskráning sé rétt með því að senda fyrirspurn á Þjóðskrá. Látið mig vita ef eitthvað skrýtið kemur í ljós. Þar sem tölur um trúfélagaskráningu eru miðaðar við 1. desember þá væri gott að skoða þetta sem allra fyrst. Eyðublöð til að breyta trúfélagsskráningu sinni eru síðan að finna á vef Þjóðskrár.