Ég er að setja saman lista fyrir prófkjörið í næstu viku. Ég er búinn að ákveða cirkabát hvað ég ætla að kjósa en af einhverjum ástæðum á ég erfitt með að fylla þriðja fyrsta sætið. Ég er með dáltið af fólki neðar sem ég hefði alveg viljað setja ofar en ég veit ekkert hvort það kæmi sér vel fyrir þau. Reyndar kom mér svoltið á óvart hvað það bættust við margir álitlegir karlmenn á seinni stigum. Ég bjóst við að hafa fleiri konur á listanum en það gæti farið svo að ég hafi bara jafnt kynjahlutfall eftir allt.
En ég er svosem ekki ákveðinn, bíð spenntur eftir bæklingnum. Hlakka til að sjá stefnumál hjá Sigmari fyrrverandi skólafélaga mínum en hann virðist því miður ekki hafa sett upp heimasíðu.