Landsbankabögg

Áðan var hringt mig frá Landsbankanum og spurt hvort að ég væri upptekinn.  Ég sagði að ég væri upptekinn.  Klukkutíma seinna hringir Landsbankinn aftur í mig.  Ég skelli á án þess að svara enda upptekinn.  Þá er hringt í heimasímann.  Ef ég var upptekinn fyrir klukkutíma og skelli á þegar þeir hringja í mig þá myndi ég halda að jafnvel tregt fólk gæti fattað að ég sé ekki tilbúinn að spjalla við þau.  Ég svaraði ekki.

Hvers vegna eru þau annars að hringja í mig?  Ég er með bannmerki í Símaskránni.  Ég er reyndar með reikning hjá þeim sem ég setti upp gegn því að fá styrk upp á 15.000 krónur fyrir Gotlandsferðinni (tilboð fyrir þjóðfræðinema).  Nú er ítrekað búið að ýta á eftir þessu en við Eygló höfum ekki fengið þennan pening.  Veit ekki með hina þjóðfræðinema.

Á meðan ég var að skrifa þessa færslu hringdi heimasíminn aftur og ég ætlaði að hella mér yfir hringjarann en síðan var þetta bara mamma Eyglóar þannig að ég sleppti ræðunni.