Ég hef alltaf vonað að ég sé ekki með of mikla grímu á þessarri síðu. Það er hins vegar væntanlega rétt að fólk sem einungis les hérna án þess að þekkja mig mun líklega fá töluvert öðruvísi ímynd af mér en þeir sem þekkja mig. Væntanlega virðist ég vera hrokafullur, eða hrokafyllri, en ég er dagsdaglega. Að sjálfssögðu fattar fólk sem ekki þekkir mig ekki nema brot af því þegar ég er að reyna að vera fyndinn, lesendur sem þekkja mig vita allavega að ég er að reyna að vera fyndinn þó þeir hlæji ekki. En hvað um það. Mér þótti alltaf hálfóþægilegt þegar vitnað var í færslur hérna í blöðunum á meðan blöðin voru ennþá að vitna í blogg smælingjana. Það var þá fyrst og fremst af því að þá dettur öll tenging færslur út. En fólk sem hefur ekki hitt mig en hefur lesið mig lengi, eru það jafn langt frá því að skilja mig og þeir sem koma hérna inn kannski einu sinni í viku? Spurning.
Það er líka hægt að velta því upp hvort að mér ætti ekki að vera alveg sama um hvað ósýnilega fólkinu þykir um mig. Það er hins vegar þannig að í hugum margra þá er persónuleiki minn á þessarri síðu alveg samtengdur mér. Það er hins vegar ekki beint samasemmerki þar á milli. Ekki af því að ég er með grímu hér eða sé að reyna að vera eitthvað en ég í raun er heldur kannski frekar af því að textann skortir það sem kemur fram í dagsdaglegum samskiptum. Sumir nota broskalla til að vinna á móti þessu en ég er lítið fyrir slíkt. En hvað um það. Þetta var sjálfhverfa bloggið.
Já, þetta er merkilegt. Þegar ég loksins hitti þig þá varst þú allt öðruvísi en hér á blogginu. Ég hafði ekki búist við þessum hlédræga, óframfærna manni. Kannski sýnir það hvað ég þekki þig lítið. Líklega ertu hvorugt.
Ég er nú stundum frakkur í eigin persónu 😉