Það er nokkuð góð hugvekja eftir hann Jón Magnús á Vantrú í dag sem fjallar um persónulega trú. Hún fjallar um fólk sem við á Vantrú höfum aldrei haft miklar áhyggjur af og viljum ekkert sérstaklega angra þó það taki gagnrýni okkar stundum til sín. Fólk sem er ekki að boða trú sína í leikskólum og grunnskólum (né annars staðar). Einhverjir gætu haldið að beri vott um að við séum að linast, ég held ekki, við höfum bara ekki tekið þetta jafn skýrt fram áður.
Við hefðum eiginlega átt að skrifa þennan pistil miklu fyrr, til dæmis á svipuðum tíma og við afgreiddum þá bjánalegu ásökun að við álitum trúað fólk heimskt.