Hunsun reglu

Ég var að kommenta á færsluna hjá Gesti Svavarssyni þar sem hann lýsir því yfir að hann vilji ekki að honum verði lyft um sæti vegna reglna um kynjakvóta.  Ég er hjartanlega sammála honum en tók fram að ef ekki er hægt að hunsa þessa klausu þá ætti hann að taka uppfærslunni.  Það að leita neðar á listann eftir karlmanni væri bara slæmt fyrir alla.  En best væri að gleyma reglunni og sópa henni undir teppi.  Mér finnst þessar kvótareglur mjög til óþurftar hjá stjórnmálaflokki þar sem jafnrétti kynjanna ríkir nú þegar.  Reyndar mætti segja að á VG væri hálfgerð skylda að vega upp á móti því hve fáar konur komast inn hjá öðrum flokkum, með það að leiðarljósi væri ljóst að rétt væri að leyfa þessu að standa eins og það er.