Ég var að horfa á Sirkus og endaði á leiðindaþættinum hans Ásgeirs Kolbeins. En skondið að fyrst var talað við stjörnuspekinginn sem ég tók viðtal við í fyrra, á skrifstofunni hans þar sem ég tók viðtalið við hann. Síðan kom stelpa sem ég tók dúet með í kareoke á Vopnafirði á jólunum fyrir nokkrum árum. Hún sagði að strákar fíluðu pottþétt að fá Diesel úr í jólagjöf. Get ekki alveg tekið undir það. Það er allavega ekki á mínum jólagjafalista.
Ég er hins vegar búinn að kaupa allar gjafir nema eina og ég er búinn að ákveða þá gjöf. Ég gef reyndar ekki nema sjö gjafir í ár. Mikið verður gott að fá frí… þessi törn hefur staðið svoltið lengi.