Á morgun er síðasta prófið. Ég er búinn að lesa. Ég er vel steiktur. Fimm próf eru óhóf. Mér finnst að allir ættu að vorkenna mér.
Ég veit ekkert hvernig mér gengur í síðasta prófinu og á þessum tímapunkti er mér að verða alveg sama. Samkvæmt Hjalta þá geta spurningarnar verið mjög sýrðar og alveg lausar við það að tengjast áherslum í kennslu. Þetta kemur í ljós.
Hlakka til að hitta þjóðfræðifólk annað kvöld. Indælt fólk nefnilega, upp til hópa og í einu lagi.
Ég er búinn að hleypa nokkrum inn í myndaalbúmið mitt, nú síðast Jóhönnu og Bryndísi. Þið sem viljið líka vera með skráið ykkur á síðunni. Feimni er óþörf.
Vei vei vei – prófin alveg að verða búin hjá öllum! Og samt er ég vakandi klukkan þrjú um nótt. ér er ekki viðbjargandi. Ég er annars að spila Tschaikovski fyrir páfagaukinn minn. Honum virðist falla það vel og kvakar með. Gáfaður fugl sem ég á 😉
Fjögur próf eru líka alveg nóg. Mér var orðið slétt sama undir lokin.
Skráði mig annars í albúmið. Trúi því þú eigir nokkrar myndir af mér frá einhverju H-listadjammi.
Bætti við Arngrími, Helgu Jónu og Bryndísi í annað skiptið…