Hafdís og Mummi gáfu mér spilið Ticket to Ride í jólagjöf. Ég hafði voðalega lítið pælt í því og vissi ekkert um hvað það snerist. Í gær prufuðum við að spila það og ég klúðraði því á lokasprettinum. Í kvöld spiluðum við það síðan aftur og ég náði að sigra. Þetta virðist vera nokkuð skemmtilegt.
Í gær þá spiluðum við það meðal annars við Ögmund “litla” frænda hans Mumma. Reyndar komst ég ekki yfir það hve mikill unglingur hann er. Ég spurði hann hvenær ég hefði eiginlega séð hann síðast og hann mundi bara ekki eftir mér. Ég minnti hann á að við hefðum nú verið saman í brúðkaupinu þeirra Hafdísar og Mumma og að hann hefði nú gert grín að ræðunni minni. Hæddist að mér drengurinn. Ég er ennþá sár… eða ekki alveg.