Rök gegn Wikipediu og þó

Færsla Wikipedia um þjóðfræði er alveg ákaflega röng:

Þjóðfræði er vísindagrein sem fæst við rannsóknir á þjóðmenningu. Sá sem lokið hefur háskólaprófi í þjóðfræði er þjóðfræðingur.

Við getum gefið færsluhöfundi það að einhverjir þjóðfræðingar rannsaka þjóðmenningu.  Allt hitt er eiginlega rangt.  Það er til dæmis ekkert sem segir að sá sem hafi háskólapróf í þjóðfræði sé þjóðfræðingur og það er til fólk sem mér finnst hafa rétt til að kalla sig þjóðfræðinga sem hafa ekki háskólapróf í greininni.

En reyndar þá eru upplýsingar um þjóðfræði í öðrum uppflettiritum ekki mikið betri.

2 fræðigrein um þjóðlegan fróðleik ýmiskonar, þjóðsagnir, þjóðkvæði, þjóðlög o.fl.

3 sú fræðigrein sem fæst við menningu (einkum frumstæðra) þjóða

Þetta er úr íslenskri orðabók Eddu sem ég er með í tölvunni minni.  Skýring eitt varðaði ekki fræðigreinina þjóðfræði.  Þriðja skýringin virðist vera að rugla saman mannfræði og þjóðfræði.  Skýring tvö gæti hafa átt við um þjóðfræði fyrir svona hálfri öld.  Að sjálfssögðu eru ennþá til þjóðfræðingar samkvæmt skýringu tvö en það er alls ekki hægt að skilgreina greinina samkvæmt þessu.

Allavega er hægt að breyta Wikipediugreininni og væntanlega fer einhver í það verk.