Dagurinn fór merkilegt nokk í stúdentapólitík. Það var víst leiðinlegur framboðsfundur á íslensku í hádeginu. Ég mætti ekki heldur sat á borði á meðan. Kom reyndar í Moggasjónvarpinu um fundinn. Ég fékk síðan stofugang í Rómarsögunni frá Vöku. Dísa vinkona tengdamömmu minnar var voðalega erfið við þau (og ég hvatti hana ekki til þess!) en ég var vondur og hló að mismælum en það var alveg óvart. Ég er bara svona barnalegur.
En umræðufundurinn fyrir erlenda stúdenta var æðislegur. Þar til í gær þá var planið að ég myndi vera annar þeirra sem talaði þar en í gær ákváðum við að setja Raffa og Christian tvo saman þarna. Ég átti semsagt að vera rödd reynslunnar þarna. En strákarnir negldu þetta saman. Ég er svo óendanlega stoltur af þeim. Ef allur skólinn hefði séð þetta þá ætti Háskólalistinn séns á hreinum meirihluta. En það mættu bara örfáir óákveðnir. Samt var þetta frábært.