Afmælisdagurinn

Dagurinn var bara indæll fyrir utan kannski þegar ég negldi höfðinu upp í skápshurðina.  Það var vont.

Ég þakka allar afmæliskveðjur, hvort sem þær voru í eigin persónu, tölvupósti, athugasemdum, dagblöðum, síma eða sms. Ég þakka þeim sem litu í heimsókn og ég þakka gjafirnar aftur.

Það er slatti eftir af möffinsinu og kleinum en skúffukakan er langt leidd.  Eygló bjó síðan til tvö brauð.  Ég var sérstaklega hrifinn af ostabrauðinu.

Núna er ég þreyttur og mér skilst að ég eigi að vera í Odda um klukkan níu í fyrramálið.  Fjandinn hafi þessar kosningar.  Eins gott að þetta er að verða búið.

I’m gettin’ too old for this shit.