Þorrablótið

[Byrjaði að skrifa færsluna á laugardagsmorgun]
Af einhverjum ástæðum er ég aumur í líkamanum. Í gær gerði ég samt lítið til að reyna á mig. Reyndar hélt ég á þungum bókakassa smá leið en það ætti ekki að hafa þessi áhrif. Síðan dansaði ég smá við Júlíönu við Come on Eileen. Eggert tók myndir af dansinum og Dagbjört tók video.

Í gærkvöldi var Þorrablót þjóðfræðinema. Að vanda sleppti ég öllum súrmat og fékk mér bara hangikjöt. Mér lýst eiginlega betur á hugmyndir Gísla Sig um Þorrablót, að hafa semsagt nýrri gamaldags mat.

Í happadrættinu vann ég bókina Óvinafagnaður eftir Einar Kárason. Ég hef aldrei lesið hana en reyndar langað til þess. Seinna um kvöldið vann Eygló vafasama spurningakeppni og tryggði sér gjafabréf í Bláa Lónið og vínflösku.

Ég reyndi að ráfa sem mest um á milli fólks í gær og spjallaði því við heilmarga. Það er augljóslega það besta við svona viðburði.  Það var mikið slúðrað og sumir drukku mikið. Bryndís gerði heiðarlega tilraun til að fá fólk á móti sér með því að hvetja fólk til að kjósa Röskvu en enginn tók hana alvarlega.

Snemma kvölds þá kláruðust batteríin í myndavélinni minni.  Ég læt svoleiðis ekki stoppa mig og tók því bara myndir á allar þær myndavélar sem ég komst í.  Eggert sagði að ég hefði tekið um tvöhundruð myndir á hans vél.  Ég tók líklega álíka margar á vélina hennar Ingibjargar Hönnu sem ég vissi reyndar ekki að hún ætti fyrren seint og síðar meir.  Fæstar tók ég á vélina hennar Dagbjartar sem passaði sína vel eftir slæma reynslu frá síðustu helgi