Ég er að horfa á myndina 9 songs sem er víst alræmd fyrir kynlífssenur en það sem vekur athygli mína er það að hún er hálf kaflaskipt með atriðum teknum upp á tónleikum í Brixton Academy. Þar fór ég einmitt á tónleika með Queen + Paul Rodgers fyrir nærri tveimur árum. Skemmtilegt að sjá staðinn aftur.