Síðustu skrefin

Í dag er ég að klára síðustu atriðin varðandi umsóknina til Nýfundnaland.  Ég veit svosem ekkert um möguleika mína að komast að en ég vona hið besta.  Á föstudaginn þarf ég síðan að skila inn umsókn til að halda fyrirlestur eftir um eitt og hálft ár.  Gott að gera það tímanlega.  En ég ætti að verða orðinn rólegri eftir að þetta verður alltaf komið í gegn.

Það er síðan eitt vandamál í gangi hjá mér.  Ef ég held áfram eins og planið er núna þá ætti ég að vera kominn með allavega 49 einingar þegar ég kem að utan.  Það er alltof mikið.  Það snjallasta til að gera núna væri að hætta í Rómarsögunni en mig langar bara ekki til þess.  Það eru samt allar líkur á að ég hafi alltof mikið að gera í mars og apríl.  Bögg.