Ég fór áðan að setja upp bás þjóðfræðinnar í Háskólabíó fyrir Háskólakynninguna á morgun. Þetta verður fjórða árið mitt á kynningunni, annað árið fyrir þjóðfræðina. Reyndar var ég sjanghæaður ítrekað og hjálpaði mannfræðinni, sálfræðinni, félagsráðgjöfinni og að sjálfssögðu bókasafns- og upplýsingafræðinni. Kíkið á morgun, ég og Röskvufólið skiptum deginum með okkur í kynningu á MA-náminu.