Svo ég bæti við færsluna að neðan þá var svoltið undarlegt þema hjá mér í kvöld. Ég minntist sífellt á Guðmar afa. Alltaf kom eitthvað upp sem minnti mig á hann. Ég sagði frá því þegar hann og Hafdís voru einhvern tímann að rökræða um Bleikt og Blátt, líka um það þegar afi spurði hvað makaskipti væru, síðan á það þegar afi kallaði mitt frekar óþroskaða skegg kuntuhár, þegar afi lenti í Dalvíkurskjálftanum og þegar afi fór til Kristjaníu. Áhugaverðar sögur allt saman.