Jæja, ég kynnti á Háskólakynningu fjórða árið í röð. Þetta er alltaf gaman en ég var reyndar ekki upp á mitt hressasta, enn með smá verk í bakinu og líka veikur. Ég er orðinn nokkuð góður í því að skilja hvernig hjarðeðlið virkar í svona aðstæðum og get alveg nýtt mér það ágætlega ef ég reyni. Skemmtilegast er alltaf að hitta fólk. Spjallaði við fjölmarga. Það er líka svo gaman að vera innan um hina í Félagsvísindadeild. Ég þekki þetta lið svo vel.