Aumi maðurinn

Bakið er ekkert of slæmt en þó var ég farinn að finna fyrir því þegar ég sat í óþægilegum stól í Lögbergi í dag.  Ég held að flensan sé á undanhaldi.  Ég vona að hvort tveggja hverfi á braut bráðlega.

Annars þá fór ég áðan að íhuga það að segja mig úr Eigindlegum Rannsóknaraðferðum og halda bara áfram í Rómarsögunni.  Síðarnefndi kúrsinn hjálpar mér í MA-ritgerðinni.  Fyrir verkefnið sem mig langar að vinna í sumar þá væri hentugt að vera búinn með eigindlegar en þó er það ekki svona einfalt.  Gæti verið betra að vinna allt verkefnið í sumar.

Aðalmálið er að ég þarf að skrifa slatta á önninni í MA-ritgerðinni minni og þá er kannski verra að dreifa kröftunum.  Úff.  Fundur með Terry á fimmtudaginn… verð væntanlega að segja að ég hafi engu komið í verk.