Átti Britney greyjið ekki nógu bágt með sig þó að kvein ásæki hana ekki í meðferðinni?
Mér fannst nauðsynlegt að varðveita þessa fyrirsögn, hún er of skemmtilega og viðeigandi vitlaus til að hverfa endanlega þegar Vísir áttar sig á gildi prófarkarlesturs.
Annars þá mótmæli ég því að fréttamaður Vísis hafi ekki notað „meðan allt lék í lyndi“ klisjuna þarna, maður á allt að nota hana þegar færi gefst.
Ég tek fram að það væri einungis þessi ásláttarvilla sem fékk mig til að opna þessa frétt, almennt finnst mér ég vita of mikið um þessa grey konu og vil ekki vita meir.