Einkunnir í sms

Í gær náði ég loksins að kveikja á sms-gáttinni í Uglunni.  Það er semsagt leið til að fá einkunnir í sms-skilaboðum.  Ekki fannst mér liggja mikið á þessu en þó ákvað ég að prufa hvort það tækist núna.  Í hádeginu var ég síðan sem fyrr á Alþjóðaskrifstofu og fékk þá allt í einu fimm sms.  Þau innihéldu þær einkunnir sem ég hef fengið nú í vetur.  Það var nú gott að fá þessa upprifjun.  Starfsfólkið þarna hefur væntanlega haldið að ég væri afskaplega vinsæll.