Slys á kaffistofunni í Odda

2007_0228_131924aa.JPGFór áðan í tíma hjá Röskvufólinu. Bara til að fylgjast með. Það var áhugavert en ég tjáði mig svosem lítið. Eftir tímann fór ég með fólinu og Sigrúnu yfir í Odda til að borða smá hádegismat. Ég náði þeim glæsilega árangri að hella töluverðu magni af Topp yfir Sigrúnu. Ég hitti svo vel með vökvann að Sigrún virtist eiginlega hafa orðið fyrir annars konar slysi. Sem betur fer er stúlkan indæl og tók þessu ekki illa. Ég endurtek hins vegar ekki kommentið frá fólinu, það var of ósmekklegt.

5 thoughts on “Slys á kaffistofunni í Odda”

  1. Jah svo, ég las sko Röskvufólkið og nennti ekki að skoða linkinn. Þess vegna skildi ég ekki hver fólið væri. En hvert var kommentið hennar Bryndísar?

  2. Dregur það kannski upp úr okkur ef þú mætir í bandí á eftir. Þess má geta að sama Bryndís kallaði mig hóru fyrir að ganga með of mörg barmmerki í kosningavikunni. Allt meint í góðu samt… held ég 😉

Lokað er á athugasemdir.