Nýjasta bloggfærslan hjá Agli Helgasyni er áhugaverð. Í henni má finna „ég veit ekki um hvað málið snýst en það stoppar mig ekki í að fordæma fólkið“ línu. Hvernig Egill Helgason náði að teljast merkilegur þáttastjórnandi er mér óskiljanlegt. Hann fyllti vissulega upp í ákveðið tómarúm með þætti sínum en merkilegri er hann ekki. Ég man reyndar ekki eftir að hafa horft á einn einasta þátt af Silfri Egils í heild sinni og ég hef aldrei saknað þess. Man ekki heldur eftir því að hafa horft á eitt einasta atriði úr þættinum síðustu ár.